Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Sorry I don´t speak Danish!

Birtist á Vísi 10. nóvember 2023

Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Við erum ekki öll eins

Birtist í Morgunblaðinu 10. júní 2021

Þjóðin er að eldast og sífellt fleiri tilheyra hópi eldra fólks, en aldursbilið er breytt frá 65-100+. Augljóst er að þessi ört stækkandi hópur er ekki einsleitur. Það er því löngu tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu þar sem þarfir einstaklinganna eru misjafnar og á sama tíma þarf heildstæða nálgun á málefni eldra fólks. Þá er enn furðulegra að ennþá tölum við um málefni aldraðra eins og þeir séu einn hópur, en því fer auðvitað víðs fjarri.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Hvenær er ég gömul?

Birtist á Vísi 09. júní 2021

Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Blandað heilbrigðiskerfi besta leiðin

Birtist í Morgunblaðinu 5. júní

Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Aftur á móti hefur flokkurinn talað fyrir mikilvægi þess að við virkjum einkaframtakið þar sem það nýtist betur. Að aðilar geti veitt heilbrigðisþjónustu utan opinberra stofnana. Blandað kerfi eins og öll löndin í kringum okkur hafa byggt upp og mörg hver hafa gengið mun lengra í því að heimila einkarekstur. Einkarekstur er ekki einkavæðing, heilbrigðisþjónustu á að kosta úr opinberum sjóðum.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Starfs­vett­vangur barnanna okkar er ekki til í dag

Birtist á Vísi 1. júní 2021

Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf eru að valda miklum þjóðfélagsbreytingum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Lýðheilsa, útivist og náttúra

Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Samkeppnishæfni Íslands og samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins

Birtist í Kópavogspóstinum 4. júní

Unga fólkið okkar er ekki að velta fyrir sér hvort það muni búa í Reykjavík, Kópavogi eða Garðabæ heldur frekar hvort það muni búa á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Íslandi, Norðurlöndunum eða Ameríka. Eða hvar sem er því stærstur hluti heimsins er opin þeim sem vilja nýta tækifæri sín.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Gervi­greind í lög­fræði, frum­kvöðla­sjósund og hand­verks­brugg­hús

Íslendingar eru öflug nýsköpunarþjóð eins og skýrt kemur fram í nýsköpunarvikunni sem nú stendur yfir. Sem dæmi um ólíka viðburði hátíðarinnar eru frumkvöðlasjósund, stafræn sýningarrými, umfjöllun um gervigreind í lögfræði, stofnfrumuræktað kjöt, samstarf hönnuða og hátækni og nýtingu þörunga og vetni og bjórhátíð handverksbrugghúsa. Nýsköpunarvikan er að venju samsett af spennandi viðburðum, fyrirlestrum og uppákomum tengdum nýsköpun og hugmyndaflugið á sér engin mörk.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Ísland á að vera frjálst land

Birtist á Vísi 27. maí 2021

Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Aðeins 17% fór til höfuðborgarsvæðisins

Birtist í Kópavogspóstinum 26. maí 2021

Álag á sam­göngu­kerfið á Íslandi hef­ur auk­ist mikið á síðasta ára­tug eða svo, tvær millj­ón­ir ferðamanna fóru um þjóðvegi lands­ins og við heima­menn vor­um dug­leg­ir að ferðast og fara á milli staða. Því miður fylgdi nauðsyn­legt fjár­magn til vega­mála ekki í kjöl­farið og þrátt fyr­ir mikla inn­spýt­ingu á síðustu árum þá eig­um við enn langt í land með að tryggja ör­yggi á þjóðveg­um lands­ins.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Norðurslóðir: Tækifæri og ógnanir

Birtist í Morgunblaðinu 25. maí 2021

Vísbendingar um alvarleika loftslagsbreytinga á heimsvísu eru ekki nýjar af nálinni en sem betur fer er þeim nú tekið alvarlega. Kastljósið beinist ekki síst að þeirri miklu ógn sem steðjar að norðurslóðum vegna hlýnunar. Hvergi eru ummerki loftslagsbreytinga jafn sýnileg og á Norðurslóðum þar sem jöklar hopa, hafísinn minkar sem aldrei fyrr og sífrerar þiðna.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Norðurslóðir og þekkingareyjan Ísland

Birtist í Morgunblaðinu 18.maí 2021

Eft­ir Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur: „Hug­vitið er upp­spretta ný­sköp­un­ar og stærsta auðlind okk­ar, auðlind sem við get­um virkjað enda­laust.“

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Norðurslóðaríkið Ísland

Birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 2021

Eftir Bryndísi Haraldsdóttur: "Áherslur okkar eru á það hvernig er að búa á norðurslóðum, en það er það svæði á jarðarkringlunni sem er að umbreytast hvað mest."

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Afskipti af framtíðinni

Birtist í Fréttablaðinu 18. febrúar 2021

Það verða alltaf til stjórnmálamenn með sterkar skoðanir á því hvernig aðrir hátta sínu lífi. Birtingarmynd afskiptaseminnar er alls konar, hvernig fólk hagar frítíma sínum eða eyðir peningum sínum. Slíkir stjórnmálamenn kenna sig yfirleitt við jöfnuð. Ein birtingarmynd afskiptaseminnar hér á landi og víðar er vegna rafmynta.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2021

"Loksins hillir undir raunhæfa lausn á samgönguvandamálum höfuðborgarsvæðisins, með höfuðborgarsáttmálanum. En við þurfum líka Sundabraut?"

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Verður Sundabraut loks að veruleika

Birtist í Mosfellingi 11. febrúar 2021

Sundabraut er framkvæmd sem rifist hefur verið um í áratugi, hún rataði fyrst inn í aðalskipulag Reykjavíkur árið 1975.

Síðan þá hafa óteljandi nefndir verið skipaðar og skýrslur skrifaðar. Nýjasta nefndin skilaði nýverið af sér og leggur til að lagðar verði brýr í stað jarðganga. Hvort sem Sundabraut verður brú eða göng – vona ég að hún verði að veruleika á næsta áratugi.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Innviðir varða þjóðaröryggi

Birtist í Morgunblaðinu 30. janúar 2021

Eftir Njál Trausta Friðbertsson og Bryndísi Haraldsdóttur: "Við þurfum að blása til sóknar til að tryggja þjóðaröryggi og til þess þurfum við að styrkja og byggja upp lykilinnviði samfélagsins."

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Á ríkið að eiga banka eða selja banka?

Birtist á Vísi 27. janúar 2021

Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði.

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Netöryggi er þjóðaröryggi

Birtist í Morgunblaðinu 28. desember 2020

Eftir Njál Trausta Friðbertsson og Bryndísi Haraldsdóttur: "Netógnin má ekki grafa undan undirstöðum lýðræðisþjóðfélaga eins og við sjáum ítrekað reynt af hálfu netþrjóta."

Read More
Bryndis Haraldsdottir Bryndis Haraldsdottir

Sundabraut í einkaframkvæmd

Birtist í Fréttablaðinu 3. desember 2020

undabraut á að fara í einkaframkvæmd. Þetta er inntak skýrslubeiðni sem ég lagði nýlega fram ásamt fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þar felum við samgönguráðherra að bjóða út hönnun, fjármögnun, framkvæmd og rekstur Sundabrautar til einkaaðila.

Read More