Áherslur Bryndísar á þingi

Bryndís hefur lagt fram frumvörp, þingsályktanir, skýrslubeiðnir og fyrirspurnir. En mestur tími og orka fer í að vinna að stjórnarmálum inni í nefndum þingsins. Þannig hefur Bryndís haft framsögu á yfir 50 málum frá Fjármála- og efnahagsráðherra, Iðnaðar, nýsköpunar og ferðamálaráðherra og Utanríkisráðherra. Sjá meira um það hér undir þingstörfin.

Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Brenn fyrir bættum samgöngum - viðtal við Bryndísi Haralds

“Þegar ég tók sæti á þing hafði ég starfað að sveitarstjórnarmálum í yfir 10 ár. Þau störf gáfu mér ómetanlega reynslu og þekkingu á fjölbreyttum málaflokkum hins opinbera. Ég hef sterkar skoðanir á því að mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni vel saman. Í dag legg ég mig fram um að hlusta eftir sjónarmiðum bæjarfulltrúa í kjördæminu. Skipulagsmál og samgöngumál hafa lengi brunnið á mér enda var ég í 10 ár formaður skipulagsnefndar í Mosfellsbæ og í stjórn Strætó og sat í svæðisskipulagsnefnd.

Snemma á kjörtímabilinu lagði ég fram fyrirspurn á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hvaða fjármunir hafi farið til nýframkvæmda á svæðinu. Þar staðfestist það sem ég hafði haldið og talað um í mörg ár að skammarlega litlir fjármunir hafa farið í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins um 17% af nýframkvæmdarfé fór í aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,

Ég hef staðið fyrir sérstökum umræðum við Samgönguráðherra um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, fyrst 2017 og svo aftur 2019 þegar við ræddum um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. En samgöngusáttmálinn er framtíðarsýn um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ég styð heilshugar þennan sáttmála sem ég tel raunhæfan og mikilvægan og í fyrsta sinn sameinast öll sveitarfélögin um forgangsröðun og að framkvæmdarfé verði tryggt í þessa uppbyggingu.

Ekki tókst þó með nægjanlega skýrum hætti að koma Sundabrautinni strax á dagskrá. Þess vegna lagði ég fram þingsályktun um að ráðast í Sundabraut í einkaframkvæmd.”

Bryndís hefur ritað fjölda greina um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og eru tveir hlaðvarps þættir hennar sérstaklega tileinkaðir þessu málefni.

Nýsköpun.

“Efling alþjóðlegra hugvitsdrifinna atvinnuvega er að flestra mati lykilatriði í að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Þeir atvinnuvegir byggjast á hugviti, alþjóðaviðskiptum og þekkingu sérhæfðs starfsfólks frekar en takmörkuðum auðlindum. Markviss uppbygging þeirra þarfnast öflugs vistkerfis nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs. Þar gegna skólar, rannsóknastofnanir, frumkvöðlar og svo fjármagn lykilhlutverki” Bryndís starfaði lengi við nýsköpunarmál áður en hún tók sæti á þingi. Hún hefur lagt mikla áherslu á gildi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag í störfum sínum á þingi.”

Bryndís hefur staðið fyrir sérstakri umræðu á þingi um Gildi nýsköpunar, lagt fram fyrirspurnir, og bæði ritað og rætt ítrekað um mikilvægi nýsköpunar og hlutverk hins opinbera í því að efla nýsköpunarvirkni íslensks samfélags. Bryndís hefur lagt fram fyrirspurn um einkaleyfi og nýsköpunarvirkni. Ríkisstjórnin hefur unnið ötulega að nýsköpunarmálum á þessu kjörtímabili. Bryndís hefur í störfum sínum á bæði stutt og talað fyrir þessum málum, hún hefur fylgt eftir frumvörpum frá fjármála og efnhagsráðherra og frá ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra í þinginu er lúta að nýsköpun, má þar nefna frumvarpið um Kríu - sprota og nýsköpunarsjóð Frumvarp um breytingar á tekjuskatti og stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Langþráður draumur höfunda um skattalækkun á höfundalaun varð að veruleika, óhætt er að segja að um tímamóta mál hafi verið að ræða, aðgerð sem eykur samkeppnishæfni Íslands, breytingin hvetur til þess að þeir sem starfa við listir og menningu hafi skattalegt lögheimili á Íslandi og skila skatttekjum til íslenska ríkissjóðsins. Þetta er góð leið til að styðja við skapandi greinar sem er svo sannarlega mikilvæg atvinnugrein fyrir okkur til framtíðar.

Bryndís hefur ritað fjölda greina um nýsköpun og mikilvægi hennar auk þess að vera einlægur talsmaður málaflokksins í þingsal.

Dánaraðstoð

Dán­ar­að­stoð er þýð­ing á gríska orð­inu eut­hanasia (góður dauð­i/að deyja með reisn) sem merkir að binda enda á líf af ásetn­ingi til þess að leysa við­kom­andi undan óbæri­legum sárs­auka eða þján­ing­um. Oft á tíðum hefur verið not­ast við orðið líkn­ar­dráp eða sjálfs­víg með aðstoð. Bryndís hefur sett þetta mál á dagskrá á þinginu með því að leggja fram þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málið. Skýrslunni hefur verið skilað og má lesa hana hér. Bryndís hefur nú lagt fram þingsályktun um að ráðherra láti framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna.

Að gefa dreifingu ösku frjálsa

Bryndís hefur lagt fram frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Með lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, er óhætt að segja að um töluverða opinbera íhlutun sé að ræða þegar kemur að jarðneskum leifum fólks, sú opinbera íhlutun tel ég ónauðsynlega og engin ástæða til annars en að einstaklingar hafi meira frelsi um hvernig og hvort jarðneskar leifar þeirra séu varðveittar, grafnar eða þeim dreift. Ræða Bryndísar þegar hún mælti fyrir málinu. Frumvarpið og umsagnir um það.

Breytinga á lögum um háskóla

Frumvarpið gengur út að fella út úr lögunum kröfu um að stúdentspróf þurfi til inngöngu í háskóla heldur verði það á höndum skólanna sjálfra að ákveða hverskonar þekkingu og færni gerð er krafa um í mismunandi námsleiðum. Frumvarpinu er ætlað að gera iðn-, verk- og starfsnámi jafnhátt undir höfði og bóknámi í löggjöf um inntökuskilyrði í háskóla. Hér má hlusta á framsöguræðu Bryndísar. Núverið samþykkti þingið frumvarp menntamálaráðherra sem hafði sama tilgang.

Staðarvarl vínbúða

Frumvarpi tryggir aðkomu sveitarfélögin að staðarvali þegar verið er að opna nýjar áfengisverslanir. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, hefur hingað til haft fullt frelsi til að staðsetja verslanir sínar án þess að hafa þurft að hafa um það samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sjálf sveitarfélögin. Þekkt er sú staðreynd að sveitarfélögin hafa ekki alltaf verið sátt við staðsetningu verslana ÁTVR og hafa jafnvel talið staðarvalið vinna gegn markmiðum þeirra í skipulags- og umhverfismálum. Frumvarpið. Framsöguræðan

Breytingar á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Frumvarpið var flutt af Íslandsdeild Vestnorrænaráðsins og gekk út á að opna fyrir samstarf við Grænland og Færeyjar í kvikmyndagerð. Lögin um endurgeiðslu vegna kvikmyndagerðar gera ráð fyrir að unnt sé að fá endurgreiðslu sem jafngildir 25% af framleiðslukostnaði sem fellur til vegna kvikmyndar eða sjónvarpsefnis hér á landi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Hafi meira en 80% af heildarframleiðslukostnaði verkefnis fallið til hér á landi eru jafnframt endurgreidd 25% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Evrópska efnahagssvæðinu, en þar sem nágrannar okkar Færeyjar og Grænland eru ekki í EES féll kostnaður þar ekki undir endurgreiðsluna. Það hefur nú verið lagað með samþykkt frumvarpsins. Framsöguræða.

Yfirlit yfir fyrirspurnir og skýrslur sem Bryndís hefur kallað eftir, sjá hér

Yfirlit yfir ræður Bryndísar, sjá hér


 
halda fyrirlestur.jpg