Bryndís Haralsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar og mennamálanefndar.

 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, formaður allsherjar- og mennamálanefndar.

Ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins og fer kosning fram á Landsfundi flokksins þann 4. nóvember. Ég tel að reynsla mín af vettvangi sveitastjórna og þings nýtist vel í þessu mikilvæga embætti. Yfir 100 sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja í sveitarstjórnum um land allt og er mikilvægt að tengja þetta öfluga fólk betur við forystu flokksins og starfið á landsvísu. Ég hef setið á þingi síðan 2016, ég er formaður allsherjar og menntamálanefndar og sit í fjárlaganefnd. Áður hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og verið varaforseti þings. Í þingstörfunum hefur dýrmæt reynsla mín úr sveitarstjórn nýst vel.

Ég hef 16 ára reynslu úr sveitarstjórnarmálum, var 8 ár bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og 8 ár þar á undan varabæjarfulltrúi. Ég var lengst af formaður skiplagsnefndar á mesta uppbyggingarskeiði í bæjarfélaginu. Ég var jafnframt formaður bæjarráðs, sat sem forseti bæjarstjórnar, var stjórnarformaður strætó, sat í svæðisskipulagsnefnd og hef gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarfélaganna.

Frá því ég skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn um síðustu aldamót hef ég verið virk í starfinu bæði sem kjörinn fulltrúi en líka í grasrótarstarfinu. Ég var formaður atvinnuveganefndarflokksins, hef setið í stjórn SUS og stjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna, setið í stjórnum fulltrúaráða og fjölda kosningastjórna. Enginn flokkur á jafn öfluga grasrót og Sjálfstæðisflokkurinn og vil ég leggja mitt af mörkum við að starfa enn meira með grasrótinni og efla enn frekar kröftugt sjálfstæðisfólk sem brennur fyrir bættum lífsgæðum. Fyrstu helgina í nóvember kemur grasrótin saman á Landsfundi. Landsfundur flokksins er hjarta hans og sannkölluð lýðræðisveisla þar sem við komum saman og mörkum stefnu flokksins í helstu málum. Ég hlakka til að hitta góða félaga á landsfundi og óska eftir stuðning í embætti ritara

Æviágrip Bryndísar

fjölskyldumynd.jpg

Fannar Freyr, Örnólfur, Eydís Elfa, Guðni Geir og Bryndís